Auglýsing

Kjúklinga Tikka-Masala

Dásamlegur Tikka Masala kjúklingaréttur.

Hráefni í marineringu:

  • 800 gr skinn og beinlaus kjúklingalæri skorin í bita
  • 2 dl hrein jógúrt
  • 1 1/2 msk rifinn hvítlaukur
  • 1 msk rifið engifer
  • 2 tsk Garam masala
  • 1 tsk turmeric
  • 1 tsk cumin
  •  1/2 tsk chilli krydd
  • 1 tsk salt

Blandið öllu hráefninu í skál og blandið vel saman. Látið þetta standa og marinerast í 30-60 mínútur. Því lengur því betra.

Hráefni í sósuna:

  • 2 msk olía til steikingar
  • 2 msk smjör
  • 2 litlir laukar skornir smátt
  • 1 1/2 msk rifinn hvítlaukur
  • 1 msk rifið engifer
  • 1 1/2 tsk Garam masala
  • 1 1/2 tsk cumin
  • 1 tsk turmeric
  • 1 tsk kóríander þurrkað
  • 400g tómatar í dós eða passata
  • 1/2 tsk chilli krydd
  • 1 tsk salt
  • 3 dl rjómi
  • 1 tsk púðursykur
  • 1/2 dl vatn (ef þarf)
  • 4 msk ferskt kóríander til skreytingar

Aðferð:

1. Hitið olíu á stórri pönnu á miðlungshita. Þegar olían er orðin heit þá steikið þið kjúklinginn, nokkra bita í einu, svo þeir nái að brúnast.(ef pannan er of troðin þá lendum við í því að þeir verði meira soðnir en steiktir). Steikið þá í c.a. 2-3 mín. Kjúklingurinn þarf ekki að vera eldaður í gegn, við klárum eldunina á honum í sósunni á eftir. Takið kjúklinginn til hliðar af pönnunni.

2. Bræðið smjör á sömu pönnu. Steikið laukinn í c.a. 3 mínútur eða þar til hann fer mýkjast. Bætið hvítlauk og engifer og steikið áfram í um 1 mínútu. Bætið þá garam masala, cumin, turmeric og þurrkuðu kóríander á pönnuna. Hrærið þessu vel saman.

3. Næst fara tómatar, chilli krydd og salt saman við. Látið malla í um 10-15 mínútur og hrærið reglulega í sósunni. Hún fer að þykkjast og tekur á sig djúprauðan lit. Hrærið síðan rjómanum saman við ásamt púðursykri. Bætið núna kjúklingnum aftur á pönnunna(og safann með) og eldið í 8-10 mínútur í viðbót eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan er orðin þykk og góð. Setjið smá vatm í sósuna ef hún er of þykk.

4. Berið fram með fersku kóríander, hrísgrjónum og naan brauði. Verði ykkur að góðu!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing