Hráefni/kjúklingurinn:
- 2 dl dijon sinnep
- 1/4 tsk paprika
- svartur pipar
- 3/4 tsk sjávarsalt
- 8 kjúklingalæri og leggir
- 2 dl gróft skorið beikon
- 1 lítill laukur skorinn smátt
- 1 tsk ferskt timjan
- 2 dl hvítvín
Hráefni/sósan:
- 3 msk Dijon sinnep
- 2 dl rjómi
- 1 msk grófkorna sinnep eða sinnepsfræ
- söxuð steinselja eða graslaukur til skrauts
Aðferð:
1. Kjúklingurinn: Hrærið saman dijon sinnep og papriku ásamt salti og pipar. Bætið kjúklingabitunum saman við og blandið vel saman.
2. Hitið pönnu og steikið beikonið þar til það verður vel stökkt og gyllt. Takið beikonið af pönnunni og þerrið mestu fituna af því. Skiljið eftir 1 msk af beikonfitu á pönnunni og bætið lauk á pönnuna. Steikið laukinn í um 5 mín. Hærið þá timjan saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur. Færið þetta næst yfir á diskinn með beikoninu.
3. Bætið smá ólívuolíu á pönnun og steikið kjúklinginn á pönnunni, ekki steikja allan kjúklinginn í einu heldur gerið þetta í 2 skömmtum. Þegar kjúklingurinn er orðinn fallega gylltur á báðum hliðum er hann tekinn af pönnuni og settur á diskinn með lauknum og beikoninu.
4. Hekllið núna hvítvíninu á pönnuna og og skrapið vel botninn á pönnunni. Færið kjúklinginn, laukinn og beikonið aftur á pönnuna og setjið lok yfir. Leyfið þessu að malla á pönnunni í um 15 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
5. Sósan: Hrærið saman dijon sinnep, grófkorna sinnep og rjóma. Takið lokið af pönnunni og hellið sósunni saman við kjúklinginn. Leyfið þessu að hitna í nokkrar mínútur. Toppið með saxaðri steinselju og berið fram strax.