Hráefni:
- 2-3 kjúklingabringur
- 3 msk smjör
- salt og pipar eftir smekk
- 1 tsk oregano
- 1 laukur skorinn smátt
- 4 hvítlauksgeirar, skornir smátt
- 1 krukka sólþurrkaðir tómatar, olían sigtuð frá og tómatarnir skornir niður
- 2 dl kjúklingasoð
- 2 dl rjómi
- 1 dl parmesan ostur rifinn niður
- 2 1/2 dl spínat
Aðferð:
1. Kryddið kjúklinginn vel með salt, pipar og 1/2 tsk oregano, á báðum hliðum. Bræðið 2 msk smjör á pönnu ásamt 1 msk af olíunni af sólþurrkuðu tómötunum. Steikið kjúklingabringurnar í um 4 mín á hvorri hlið eða þar til þær taka á sig fallega gylltan lit. Færið kjúklinginn til hliðar á disk eða fat.
2. Notið sömu pönnu og bræðið 1 msk af smjöri. Steikið lauk, hvítlauk, sólþurrkaða tómata og 1/2 tsk oregano. Bætið næst kjúklingasoði, rjóma og parmesan á pönnuna og hrærið vel. Leyfið þessu að malla í um 2-3 mín. Kryddið til með salti og pipar.
3. Bætið spínati á pönnuna og blandið vel saman. Síðast fer kjúklingurinn saman við sósuna og þessu öllu leyft að hitna saman í 3 mín. Berið fram strax með uppáhalds meðlætinu!