Auglýsing

Kjúklingabringur í rjómasósu með sveppum og timjan

Hráefni:

    • 3 Kjúklingabringur skornar í tvennt langsum svo úr verði sex þunnar bringur
    • 1 dl hveiti
    • 1/2 tsk salt
    • 1 tsk pipar
    • 1/2 tsk hvítlauksduft
    • 1 pakki sveppir skornir í grófar sneiðar
    • 4 msk smjör
    • 1 msk ólívuolía
    • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
    • 2 skallottlaukar skornir í sneiðar
    • 4 dl kjúklingasoð
    • 1 dl þurrt hvítvín
    • 1 1/2 dl rjómi
    • 2 stilkar ferskt timjan
    • 1 tsk dijon sinnep
    • 2 tsk maíssterkja hrærð saman við 2 msk vatn

Aðferð:

1. Blandið saman hveiti, salti, pipar og hvítlauksdufti í skál og leggið til hliðar.

2. Hitið 2 msk af smjöri og 1 msk olíu á pönnu. Dýfið kjúklingabringunum í hveitiblönduna ( einni í einu ) báðar hliðar og hristið þær aðeins áður en þær fara á pönnuna. Steikið þær næst í um 3-5 mín á hvorri hlið eða þar til þær verða fallega gylltar. Færið þær yfir á disk eða fat.

3. Setjið 2 msk af smjöri á pönnuna og steikið sveppina þar til þeir fara að mýkjast og brúnast. Bætið þá skallottlauknum á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur. Þá fer hvítlaukurinn saman við og þetta er steikt áfram í 30 sek. Hellið hvítvíninu á pönnuna ásamt timjan, kjúklingasoði, dijon og rjóma. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla rólega í um 5 mín. Hellið þá maíssterkjunni saman við ásamt kjúklingabringunum og leyfið þessu að malla áfram í aðrar 5 mín eða þar til sósan er orðin þykk og kjúklingurinn er orðinn heitur í gegn.

4. Smakkið þetta til með salti og pipar áður en þetta er borið fram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing