Hráefni:
- 500 gr kjúklingabringur skornar í bita
- 1 msk smjör
- 1 tsk ólívuolía
- 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1/2 dl sólþurrkaðir tómatar
- 5 sveppir skornir í sneiðar
- 1 msk hveiti
- 5 dl kjúklingasoð
- 3 dl rjómi
- 1 tsk salt
- 1/4 tsk pipar
- 1/2 tsk hvítlauksduft
- 1/2 pakki spaghetti eða annað pasta að eigin vali
- 1 dl rifinn parmesan
- góð lúka spínat
Aðferð:
1. Hitið smjör á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann fer að brúnast örlítið. Bætið þá ólívuolíu saman við ásamt hvítlauknum, sólþurrkuðum tómötum og sveppum og leyfið þessu að mýkjast á pönnunni með kjúklingnum. Hrærið hveitið saman við og eldið áfram í 1 mín.
2. Hellið kjúklingasoðinu saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Næst fer rjómi, salt, pipar og hvítlauksduft saman við og allt hrært vel saman. Nú setjum við spaghetti á pönnuna (ósoðið) og náum upp suðu. Setjið lok á pönnuna og leyfið þessu að malla í 10-15 mín eða þar til pastað er tilbúið og orðið mjúkt undir tönn. Færið af hitanum og hrærið parmesan saman við ásamt spínati. Berið fram strax.