Auglýsing

Kjúklingur í hnetusósu með kóríander og lime

Hráefni:

  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 1/2 dl hnetusmjör
  • 2 dl kjúklingasoð
  • 500 gr kjúklingabringur skornar í bita
  • 1/2 dl sojasósa
  • 1 tsk sykur
  • 1 rauð paprika skorin í ræmur
  • 1 msk lime safi
  • 2 dl saxað ferskt kóríander
  • saxaðar jarðhnetur til skrauts

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið papriku í nokkrar mínútur eða þar til hún fer að mýkjast. Bætið þá kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur. Þá fer kjúklingasoð, sojasósa og sykur saman við og þetta er hitað að suðu. Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur.

2. Bætið næst hnetusmjöri saman við ásamt lime safa og helmingnum af kóríander. Þegar hnetusmjörið hefur bráðnað saman við sósuna og allt hefur blandast vel saman er þetta klárt. Berið fram með afgangnum af kóríander og söxuðum hnetum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing