Hráefni/kryddblanda:
- 1 1/2 tsk þurrkað kóríander
- 1 tsk cumin
- 1/2 tsk turmerik
- 1/2 tsk fennel fræ, mulin
- 1/2 tsk kanill
- 1/2 tsk svartur pipar
- 1/4 tsk negull
Hráefni/karrýsósan:
- 2 msk ólívuolía
- 1 laukur skorinn smátt
- 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1 msk engifer rifið niður
- 2 dl kjúklingasoð
- 2 dl niðursoðnir tómatar, hella mesta vökvanum af
- Salt
- Cayenne pipar
- 500 gr kjúklngabringur skornar í hæfilega stóra munnbita
- 1 tsk maíssterka hrærð saman við 2 tsk vatn
- 1 dl rjómi
- 2 msk ferskt saxað kóríander, til skrauts
Aðferð:
1. Hrærið saman öll hráefnin í kryddblönduna í skál og leggið til hliðar.
2. Steikið kjúklinginn á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og leggið hann þá til hliðar.
3. Hitið olíu í meðalstórum potti og steikið lauk í um 4-6 mín eða þar til að hann fer að mýkjast. Bætið þá hvílauk og engifer á pönnuna og steikið í 30 sek og hellið þá kryddblöndunni á pönnuna og steikið í aðrar 30 sek.
4. Hellið næst kjúklingasoði og tómötum saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann örlítið og leyfið þessu að malla í um 5 mín. Nú er gott að stinga töfrasprota í pottinn og mauka sósuna þar til hún verður silkimjúk ( þá má einnig hella sósunni í matvinnsluvél, vinna hana þar og hella henni aftur í pottinni).
5. Kryddið sósuna til með salti og cayenne pipar eftir smekk. Færið næst eldaða kjúklinginn yfir í pottinn með sósunni og hrærið vel saman. Leyfið þessu að malla á lágum hita í nokkar mínútur. Ef sósan er of þunn þá má í lokin hella vatnsblandaðri maíssterkjunni saman við og hræra í 2-3 mín, þá þykknar sósan. Hellið rjómanum saman við í lokin og berið fram strax með fersku kóríander og hrísgrjónum.