- 4 úrbeinuð kjúklingalæri
- 1 msk ólívuolía
- 2 tsk ítalskt krydd
- salt & pipar
Sósan:
- 1 msk ólívuolía
- 1 pakki sveppir, sneiddir niður
- 6 beikonsneiðar, steiktar og skornar í litla bita
- 2 1/2 dl rjómi
- 1/2 tsk salt
- 1/4 tsk pipar
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1 msk ferskt timjan
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 185 gráður. Hitið olíu á pönnu. Steikið kjúklinginn í um 1-2 mín á hvorri hlið og kryddið hann til með ítölsku kryddi, salti og pipar.
2. Setjið pönnuna næst inn í ofninn og bakið kjúklinginn í 20 mín eða þar til hann er eldaður í gegn. Takið hann úr ofninum og leggið til hliðar á disk eða fat.
3. Hitið ólívuolíu á sömu pönnu. Steikið sveppina þar til þeir fara að mýkjast. Bætið þá eldaða beikoninu og rjóma á pönnuna. Kryddið til með salti, pipar, hvítlauksdufti og timjan. Látið sósuna malla stutta stund eða þar til hún fer að þykkjast. Færið kjúklinginn aftur á pönnuna og leyfið honum að hitna í sósunni í um 1-2 mín. Berið fram strax.