Auglýsing

Ofnbökuð kjúklingalæri með ólívum, fetaosti og sítrónu-hrísgrjónum

Hráefni:

  • 6 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 sítróna- börkurinn+safinn
  • 2 msk ólívuolía
  • 5 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 2 tsk þurrkað oregano
  • 1 tsk þurrkuð basilika
  • 1 tsk salt
  • 1 krukka ólívur, skornar í tvennt
  • fetaostur
  • 2 tsk fersk steinselja söxuð niður

Sítrónuhrísgrjón:

  • 2 msk ólívuolía
  • 1 laukur saxaður smátt
  • 5 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 msk ítalskt krydd
  • 1 tsk þurrkað oregano
  • 1 tsk salt
  • 3 dl hrísgrjón
  •  4 dl kjúklingasoð
  • safinn úr 2 sítrónum
  • fersk steinselja söxuð

Aðferð:

1. Setjið kjúklingalærin ásamt 1 msk ólívuolíu, safanum og berkinum af 1 sítrónu, 5 hvítlauksgeirum, 2 tsk oregano, 1 tsk basiliku og 1 tsk salti, í poka og blandið vel saman. Best er að gera þetta daginn áður og leyfa þessu að marinerast í ísskáp yfir nótt, en einnig má gera þetta samdægurs og leyfa þessu þá að marinerast í minnst 30 mín.

2. Hitið 1 msk ólívuolíu á pönnu og steikið marineraða kjúklinginn í um 5 mín á hvorri hlið eða þar til hann verður fallega gylltur. Takið hann af pönnunni og leggið hann til hliðar.

3. Bætið 1 msk af ólívuolíu á pönnuna og steikið lauk í 4-5 mín eða þar til hann fer að mýkjast. Bætið hvítlauk, ítölsku kryddi, oregano, salti og hrísgrjónum á pönnuna og blandið vel saman. Steikið í um 3 mín. Bætið þá kjúklingasoði og safanum af 2 sítrónum saman við hrísgrjónin. Raðið kjúklingnum ofan á grjónin, leggið álpappír yfir pönnuna og inn í 180 gráðu heitan ofn í um 30 mín. Takið þá úr ofninum, fjarlægið álpappírinn og aftur inn í ofninn í aðrar 15 mín. Þá ættu grjónin að vera orðin soðin og kjúklingurinn eldaður í gegn.
4. Takið úr ofninum og toppið með ólívum, fetaosti, sítrónusneiðum og ferskri steinselju.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing