Auglýsing

Kraftmikil og bragðgóð sveppasósa með grillsteikinni

Hráefni:

  • 1 pakki sveppir, skornir niður
  • 1 tsk salt
  • 2 msk smjör
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 2 msk sojasósa
  • 1 msk ferskt timjan ( eða 1 tsk þurrkað )
  • Kjötkraftur eftir smekk (c.a 1/2 teningur)
  • 1 msk rifsberjasulta

Aðferð:

1. Steikið sveppina uppúr smjörinu í potti eða á pönnu. Þegar sveppirnir fara að mýkjast bætum við saltinu við ásamt timjan og leyfum þeim að steikjast í 2 mín í viðbót.

2. Hellið rjómanum á pönnuna og náið upp suðu. Þegar suðan er komin upp bætum við kjötkrafti, sojasósu og rifsberjasultu saman við. Leyfum þessu að malla í nokkrar mínútur eða þar til sósan fer að þykkjast. Saltið til og bætið extra kjötkrafti við eftir smekk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing