Auglýsing

Kraftmikill Guinness nautapottréttur

Hráefni:

4 msk olía til steikingar

1 kíló nautakjöt skotið í 3 cm bita

1/2 dl hveiti

5 hvítlauksgeirar rifnir

2 msk tómatpúrra

1 flaska Guinness stout bjór

1 líter nautasoð

1 msk worchestershire sósa

4 greinar ferskt timjan eða 1 tsk þurrkað

2 meðalstórir laukar skornir í grófa bita

5-6 gulrætur skornar í grófa bita

4 sellerí stilkar skornir í bita

salt og pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 150 gráður.

2. Skerið kjötið niður í skál, saltið og piprið. Hellið síðan hveitinu yfir og veltið bitunum vel um í skálinni.

3. Hitið olíu í stórum potti(sem má fara inn í ofn). Steikið kjötið í um 8 mín eða þar til það hefur brúnast vel. Takið síðan kjötið úr pottinum og leggið til hliðar.

4. Lækkið hitann á pottinum og bætið í hann hvítlauk og tómatpúrru. Hrærið í þessu í 1 mínútu og setjið þá saman við þetta bjórinn, nautasoðið, Worchestershire sósuna og timjan. Látið þetta ná upp vægri suðu og setjið þá nautið saman við.  Setjið lok á pottinn og inn í ofn. Látið malla í ofnum í um 1 klst en gott að að kíkja reglulega í ofninn og jafnvel hræra aðeins í honum.

5. Á meðan kjötið mallar í ofninum tekurðu pönnu og hitar á henni olíu.Steikir síðan laukinn, gulræturnar og selleríið þar til þetta fer aðeins að brúnast. Kryddar til með salti og pipar.

6. Þegar kjötið hefur mallað í ofninum í 1 klst þá tekur þú pottinn úr ofninum og bætir grænmetinu saman við. Potturinn fer svo aftur í ofninn (með lokið hálft yfir pottinu) og lætur malla aftur í um 45 mín – 1 klst. Ef þér finnst vanta nautasoð þá má bæta því við.

Berið fram með alvöru heimalagaðri kartöflustöppu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing