Auglýsing

Kramdar kartöflur með sjávarsalti og rósmarín

Hráefni:

  • ólívuolía
  • sjávarsalt
  • svartur pipar
  • epla-edik
  • ferskt rósmarín
  • kartöflur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Sjóðið kartöflur þar til þær eru orðnar mjúkar og kælið þær þar til hægt er að meðhöndla þær með höndunum.

2. Leggið bökunarpappír á ofnplötu, penslið pappírinn með olíu og raðið kartöflunum á plötuna. Kremjið kartöflurnar létt með kartöflustappara eða glasi. Penslið kartöflurnar næst með ólívuolíu og kryddið þær með salti, pipar og rósmarín. Setjið þær í ofninn í um 25 mín eða þar til þær taka á sig fallega gylltan lit og verða stökkar.

3. Takið þær úr ofninum og penslið þær létt með epla-ediki og kryddið þær með meira salti ef þarf. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing