Auglýsing

Kramdar rósmarín kartöflur með hvítlaukssmjöri

Hráefni:

  • 500 gr litlar kartöflur
  • 3 msk smjör
  • 1 stór hvítlauksgeiri rifinn niður
  • 1 msk saxað ferskt rósmarín
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Sjóðið kartöflurnar í c.a. 10 mín eða þar til þær eru farnar að mýkjast vel. Takið þær af hitanum og hellið vatninu af þeim.

3. Bræðið smjörið í litlum potti með hvítlauk og leyfið þessu að malla örlítið í pottinum. Hrærið rósmarín, salt og pipar saman við.

4. Hellið smjörinu yfir kartöflurnar og kastið þessu vel saman í pottinum. Hellið kartöflunum yfir á ofnplötuna. Gott er að nota þungt glas eða gafal til þess þrýsta kartöflunum niður/kremja þær.

5. Ef það er smjör eftir í pottinum þá hellum við því yfir krömdu kartöflurnar. Setjið inn í ofn í um 7-10 mín eða þar til kartöflurnar eru stökkar. Kryddið til salit, pipar, smá extra rósmarín og berið fram heitt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing