Hráefni:
- 4 kjúklingalæri
- 2 msk smjör
- 1 msk ólívuolía
- 6–8 hvítlauksgeirar, heilir
- 1 1/2 dl kjúklingasoð
- 2 1/2 dl kjúklingasoð
- 1/2 dl sítrónusafi
- 1/2 dl kapers
- sítrónupipar
- hvítlauksduft
- sjávarsalt
Aðferð:
1. Kryddið kjúklingalærin með sítrónupipar, hvítlauksdufti og salti. Strekkið plastfilmu yfir kjúklinginn og látið þetta standa inni í ísskáp í 30-60 mín.
2. Bræðið smjör og ólívuolíu á pönnu. Steikið kjúklinginn í 5-6 mín á hvorri hlið. Færið hann næst yfir á disk eða fat og leggið til hliðar.
3. Bætið hvítlauksgeirum á pönnuna og steikið þá í 2-3 mín eða þar til þeir fara að mýkjast og taka á sig gylltan lit.
4. Hellið kjúklingasoði á pönnuna ásamt rjóma, sítrónusafa og náið upp suðu. Þá fara kjúklingalærin aftur á pönnuna ásamt kapers. Leyfið þessu að malla í 10-15 mín eða þar til sósan fer að þykkna og kjúklingurinn er eldaður í gegn. Berið fram strax.