Auglýsing

Kúrbíts franskar með aioli sósu

Hráefni:

2 stk kúrbítur

1 stk egg

1 stk hvítlauksgeiri

1 stk sítróna

1 msk steinselja ( má sleppa )

2 dl rifinn parmesan

1 tsk hvítlaukssalt

1 tsk ítalskt krydd eða krydd að eigin vali

1 dl majones

salt og pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu .

2. Skerið kúrbítinn í strimla.

3. Takið 2 skálar og hrærið eggið í aðra þeirra og setjið parmesan ostinn og kryddin í hina.

4. Nú er komið að því að dýfa strimlunum einum í einu ofan í eggin og síðan beint ofan í parmesan blönduna. Raða þeim síðan á bökunarplötuna.

5. Baka þetta í 25-30 mín ( fer eftir ofninum ). Gott er að fylgjast vel með þessu en þegar þetta er orðið vel gyllt á litinn er þetta klárt.

Á meðan þetta er í ofninum er tilvalið að laga sósuna:

Hræra majónesið í skál og blanda hvítlauk, sítrónusafa og steinselju saman við. Salt og pipar eftir smekk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing