Hráefni:
- 1 brokkolíhöfuð, skorið í bita
- 1 dós kjúklingabaunir, skolaðar og sigtaðar
- 2 msk ólívuolía
- 1/2 tsk sjávarsalt
- 1/4 tsk svartur pipar
- 2 1/2 dl kúskús
- 1/2 dl ristaðar hnetur
- 1 msk capers
- 1/4 tsk chilliflögur
- 1/2 dl rifinn parmesan
Pestó:
- 1 dl fersk basilika
- 1/2 dl ristaðar hnetur
- 1 hvítlauksgeiri
- 2-3 msk ólívuolía
- safinn og börkurinn af 1 sítrónu
- sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Dreifið úr kjúklingabaununum og brokkolí bitunum á ofnplötuna. Setjið ólívuolíu yfir allt saman og kryddið með salti og pipar. Bakið þar til brokkolíið er orðið mjúkt og farið að brúnast örlítið, eða í 20 mín.
3. Sjóðið kúskús samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
4. Á meðan er pestóið gert klárt. Öllum hráefnum er blandað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
5. Blandið kúskús saman við brokkolíið, kjúklingabaunirnar, hneturnar, capers og chilliflögurnar. Hrærið helmingnum af pestóinu saman við. Smakkið til með salti og pipar. Toppið með rifnum parmesan og berið fram strax.