Hráefni:
- 2 dl mjúkt smjör
- 1 msk rifinn hvítlaukur
- 1 tsk hvítlaukskrydd
- 1 msk söxuð steinselja
- 1 1/2 dl rifinn parmesanostur
- 1 brauðhleifur t.d. súrdeigs, skorinn í sneiðar
- 1 tsk paprika
- 1 1/2 dl rifinn mozzarella
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið smjör, hvítlauk, hvítlaukskrydd, steinselju og parmesanost í skál og blandið vel saman.
2. Smyrjið smjörblöndunni jafn á brauðsneiðarnar og raðið þeim á ofnplötu ( gott er að hafa bökunarpappír undir). Kryddið með smá paprikukryddi. Bakið í um 10 mín eða þar til smjörið er bráðnað og sneiðarnar farnar að ristast.
3. Takið sneiðarnar úr ofninum og dreifið mozzarella ostinum yfir þær. Stillið ofninn á grill og setjið sneiðarnar aftur inn í ofninn í um 1-2 mín.