Hráefni:
- 8 meðalstórar afhýddar (má líka hafa hýðið á) kartöflur skornar í litla bita (
- 2 msk ólívuolía
- ½ tsk salt
- 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 2 tsk chilli flögur
- 2 dl saxað ferskt kóríander
- sítrónusneiðar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 220 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Dreifið kartöflubitunum á plötuna og dreifið 1 msk ólívuolíu yfir ásamt salti. Bakið í ofninum þar til kartöflurnar eru farnar að taka á sig gylltan lit eða í um 30 mín. Gott er að snúa þeim við þegar tíminn er hálfnaður.
3. Á meðan kartöflurnar eru í ofninum eru 1 msk ólívuolía hituð á lítilli pönnu. Setjið hvítlauk, 1 tsk chilli flögur og helminginn af kóríander á pönnuna og steikið þetta í um 2 mín. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.
4. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum er hvítlauks-blöndunni dreift yfir kartöflurnar ásamt restinni af chilli flögunum og kóríander. Berið fram heitt með sítrónusneiðum sem má kreista yfir kartöflurnar ef maður vill.