Auglýsing

Nautabuff í ómótstæðilegri sveppasósu

Við á Nútímanum ætlum að vera dugleg að birta hinar ýmsu uppskriftir á vefnum hjá okkur en það er allt saman í samstarfi við Gestgjafann. Ef þú ert matgæðingur mikill að þá mælum við eindregið með því að þú nælir þér í áskrift að því frábæra tímariti með því að smella hér.

Nautabuff í ómótstæðilegri sveppasósu!

 

Hráefni fyrir nautabuff:

  • 1/2 laukur skorinn smátt
  • 1/2 dl panko brauðrasp
  • 500 gr nautahakk
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
  • 1 egg
  • 2 msk tómatsósa
  • 1 teningur nautakraftur, mulinn niður
  • 1/2 tsk Worcestershire sósa
  • 3 tsk dijon sinnep

Sósan:

  • 1 msk ólívuolía
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1/2 laukur, saxaður smátt
  • 150g sveppir skornir niður
  • 2 msk smjör
  • 3 msk hveiti
  • 1/2 líter nautasoð
  • 250 ml vatn
  • 2 tsk dijon sinnep
  • 2 tsk Worcestershire sósa
  • Salt og pipar

Aðferð:

1. Hellið brauðrasp í stóra skál ásamt smátt söxuðum lauk. Blandið þessu saman og leyfið þessu að standa í 2 mín. Setjið þá afganginn af hráefnunum fyrir nautabuffin saman við og blandið þessu mjög vel saman með höndunum. Mótið úr þessu 5-6 buff og leggið til hliðar.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið buffin í um 1 mín á hvorri hlið, rétt svo þau brúnist á báðum hliðum en eru ennþá ekki elduð í gegn. Leggið þau til hliðar á disk.

3. Bætið smá olíu á pönnuna (ef þarf) og steikið lauk og hvítlauk í um 2 mín eða þar til laukurinn fer að mýkjast. Bætið þá sveppum á pönnuna og steikið áfram í um 2-3 mín. Lækkið hitann örlítið á pönnunni og bætið smjöri saman við. Þegar smjörið hefur bráðnað fer hveiti út á pönnuna og hrært stanlaust í þessu á meðan. Næst fer nautasoðið saman við, í smá skömmtum, og hræra áfram stanlaust í þessu þar til sósan er kekkjalaus. Bætið þá afgangnum af hráefnunum fyrir sósuna saman við.

4. Færið núna buffin á pönnuna, saman við sósuna og leyfið þeim að hitna í sósunni í 5-7 mín eða þar til sósan fer að þykkna. Ef sósan verður of þykk má bæta smá vatni út í hana. Smakkið sósuna til með salti og pipar. Gott er að bera buffin fram með kartöflustöppu og toppa hana með saxaðri steinselju.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing