Auglýsing

Ofnbakað „Alfredo“ kjúklingapasta

Hráefni:

  • 170 gr Penne pasta
  • 6 msk smjör
  • 2 msk hveiti
  • 1 msk rifinn hvítlaukur
  • 1/2 líter rjómi
  • 2 dl mjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk hvítur pipar
  • 4 dl rifinn parmesan
  • 3 dl rifinn mozzarella
  • 60 gr rjómaostur við stofuhita
  • 2-3 eldaðar kjúklingabringur skornar í bita
  • söxuð fersk steinselja til skrauts, má sleppa

Aðferð:

1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu, alls ekki sjóða það of mikið, gott er að hafa smá bit í því þar sem að það heldur áfram að eldast í ofninum á eftir.

2.  Bræðið smjör á pönnu. Þegar smjörið hefur bráðnað er hveitinu hrært saman við smjörið og hrært stanslaust í þessu í 2 mín. Hellið þá rjómanum og mjólkinni saman við (hrærið áfram stanlaust í á meðan) , hvítlauknum, salti, pipar og 2 dl parmesan.

3. Leyfið sósunni að malla í 8-10 mín á vægum hita, hrærið reglulega í þessu svo þetta brenni ekki við. Takið næst pönnuna til hliðar og hrærið saman við hana mozzarella og rjómaosti, leyfið ostinum að bráðna vel saman við og kryddið þetta til með salti ef þörf er á.

4. Sigtið vatnið frá soðna pastanu og setjið pastað í eldfast mót. Dreifið kjúklingabitum yfir pastað og hellið næst sósunni yfir allt saman. Dreifið 2 dl af parmesan yfir allt saman og inn í 170 gráðu heitann ofn í um 15 mín eða þar til osturinn verður fallega gylltur og sósan er farin að krauma. Toppið með saxaðri steinselju rétt áður en þetta er borið fram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing