Hráefni:
- 1-2 brokkolíhöfuð, skorin í bita
- 1 dl ólíuolía
- 1/2 msk rifinn sítrónubörkur
- 2 msk sítrónusafi
- 2 tsk salt
- 1/2 tsk svartur pipar
- rauðar chilli flögur
- 1 1/2 tsk hvítlaukskrydd
- 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1/2 dl möndluflögur (má sleppa)
- 1 dl rifinn parmesan
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 220 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Hrærið næst saman ólívuolíu, sítrónubörk, sítrónusafa, salt, pipar, chilli flögur, hvítlaukskrydd og hvítlauk. Setjið brokkolí-bitana saman við og blandið vel.
2. Dreifið úr brokkolí-bitunum á ofnplötuna og bakið í ofninum í 10-12 mín. Takið úr ofninum, dreifið möndluflögunum yfir og setjið þetta aftur inn í ofn í 10-12 mín.
3. Takið úr ofninum og dreifið parmesanosti yfir. Berið fram strax.