Auglýsing

Ofnbakað rjómalagað rósakál með hvítlauk, parmesan og beikoni

Hráefni:

  • 200-300 gr beikon, skorið í strimla
  • 2 msk smjör
  • 1 poki ferskt rósakál, skorið í tvennt og snyrt til
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 5 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
  • 400 ml rjómi
  • 1 1/2 tsk maíssterkja hrærð saman við 1 msk vatn ( má sleppa )
  • 1 dl rifinn mozzarella
  • 1 dl rifinn parmesan

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður.

2. Steikið beikonið á pönnu þar til það verður stökkt. Leggið það á disk með eldhúspappír og þerrið þannig mestu fituna af því.

3. Skiljið eftir smá fitu af beikoninu á pönnunni og bætið einnig 1 msk af smjöri á pönnuna. Steikið rósakálið og kryddið það til með salti og pipar. Hrærið reglulega í og leyfið þessu að steikjast í um 6 mín. Bætið þá hvítlauk á pönnuna og steikið áfram í um 1 mín. Hellið rjómanum saman við og lækkið örlítið hitann, leyfið þessu að malla í 4 mín. Ef sósan er of þunn má blanda maíssterku-blöndunni saman við og hræra vel, þá þykknar sósan, en það er ekki nauðsynlegt.

4. Setjið núna steikta beikonið saman við og blandið vel saman. Hellið þessu yfir í stórt eldfast mót og dreifið parmesan og mozzarella yfir. Bakið þetta í ofninum í um 15 mín eða þar til osturinn er orðinn fallega gylltur. Gott er að stilla ofninn á grill síðustu mínúturnar til þess að fá þessan gyllta lit á ostinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing