Hráefni:
- 500 gr rósakál, snyrt og skorið í tvennt
- 2 msk smjör, brætt
- Ólívuolía
- 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
- 1/2 salt ( eða eftir smekk )
- 1/4 tsk svartur pipar ( eða eftir smekk )
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1/2 tsk laukduft
- 1 dl panko brauðrasp
- 1 dl rifinn parmesan
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Setjið bráðið smjör, ólívuolíu, salt, pipar,hvítlauk, hvítlauksduft og laukduft í stóra skál og hrærið. Setjið rósakálið saman við og blandið þessu vel saman. Næst fer parmesan og panko rasp saman við og aftur er þessu blandað vel saman.
3. Dreifið rósakálinu á ofnplötuna. Bakið í 15-20 mín eða þar til rósakálið er orðið mjúk og farið að brúnast aðeins. Berið fram strax.