Auglýsing

Ofnbakaðar kartöflur með bræddum cheddar osti

Hráefni:

  • 1 poki litlar kartöflur
  • 3 msk ólívuolía
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk hvítlaukssalt
  • salt og pipar eftir smekk
  • Fersk steinselja söxuð niður
  • 3-4 dl cheddar ostur eða ostur að eigin vali

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Skerið kartöflurnar til helminga (eða fjórðunga, fer eftir stærð). Setjið kartöflubitana í skál með olíu, hvítlauksdufti,hvítlaukssalti, salti og pipar og blandið vel saman.

3. Dreifið kartöflunum á ofnplötuna og bakið í um 25 mín (gott er að snúa kartöflunum við þegar tíminn er hálfnaður). Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar eru þær teknar út og ostinum dreift yfir þær. Svo fara þær aftur inn í ofn í 2-3 mín eða þar til osturinn er vel bráðnaður.

4. Þetta er toppað með ferskri steinselju og borið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing