Auglýsing

Ofnbakaðar kartöflur með hvítlauk og parmesan

Hráefni:

  • 20 kartöflur
  • 4- 5 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 3-4 msk ólívuolía
  • 30 gr smjör
  • salt og pipar
  • 30 gr parmesan ostur
  • Ferskar kryddjurtir til skrauts, t.d. basilika eða graslaukur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Skerið djúpar rifur í kartöflurnar(eins og á myndinni) og raðið þeim í eldfast mót.

3. Bræðið smjörið í örbygjuofni eða í potti. Bætið síðan ólívuolíu og hvítlauk saman við og hrærið vel.

4. Penslið kartöflurnar með smjörblöndunni og kryddið þær með salti og pipar.Bakið í 20 mín.

5. Takið kartöflurnar úr ofninum og penslið aftur með smjörblöndunni og dreifið parmesan ostinum yfir, ýtið honum aðeins ofan í rifurnar. Bakið aftur í um 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar gylltar og stökkar. Berið fram með meiri parmesan og ferskum kryddjurtum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing