Auglýsing

Ofnbakaðar kartöflur með hvítlauk, parmesan og dilli

Hráefni:

  • 1 poki kartöflur, skornar í 1 1/2 cm kubba
  • 3 msk ólívuolía
  • 2 hvítauksgeirar rifnir niður
  • 1 ½ tsk salt
  • ½ tsk svartur pipar
  • 3 msk smjör, bráðið
  • 1 msk sítrónusafi
  • 2 tsk rifinn sítrónubörkur
  • 2 msk ferskt dill saxað niður
  • 1 dl rifinn parmesan

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Hrærið saman í lítilli skál olíu, hvítlauk, salti og pipar. Setjið kartöflurnar í stóra skál og hellið þessu yfir kartöflurnar. Blandið vel saman.

3. Dreifið úr kartöflunum á ofnplötuna og bakið þetta í ofninum í 30 mín eða þar til þær verða stökkar og fara að gyllast. Gott er að snúa þeim við þegar eldunartíminn er hálfnaður.

4. Á meðan kartöflurnar eru í ofninum er hrært saman bráðnu smjöri, sítrónusafa, sítrónuberki og dilli.

5. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum fara þær í skál, sítrónu-smjör sósunni er hellt yfir og þetta er hrist vel saman. Toppið með rifnum parmesan og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing