Hráefni:
8 kartöflur
1 dl ólívuolía
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk reykt paprika
1 tsk sjávarsalt
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk rifinn hvítlaukur
2 msk söxuð steinselja
2 msk saxaður graslaukur
1 1/2 dl rifinn parmesan
Aðferð:
1. Skolið kartöflurnar og skerið þær í sneiðar. Setjið þær næst í stóra skál með ísköldu vatni og 2 handfylli af ísmolum.
2. Þegar kartöflurnar hafa legið í vatninu í 30 mín er vatninu hellt af þeim og kartöflurnar þerraðar örlítið með eldhúspappír.
3. Hitið ofninn í 230 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið kartöflurnar í poka ásamt hvítlauksdufti, papriku, salti og pipar og hristið þessu vel saman. Bætið ólívuolíu í pokann og hristið vel aftur.
4. Raðið kartöfluskífunum á ofnplötuna (það gæti þurft 2 plötur). Bakið í 35-40 mín eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn og hafa tekið á sig fallega gylltan lit.
5. Setjið þær í skál ásamt parmesan, steinselju og graslauk og blandið þessu vel saman. Berið fram strax.