Auglýsing

Ofnbakaðir kjúklingaleggir í dásamlegri marineringu

Hráefni:

  • 2 msk ólívuolía
  • 1 msk sesamolía
  • 1/2 dl sojasósa
  • 2 msk Worcestershire sósa
  • 2 msk sítrónusafi
  • 5 msk hunang eða hlynsýróp
  • 6 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 3 cm engifer bútur, rifinn niður
  • ½ tsk svartur pipar
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk chilliflögur
  • 12 kjúklingaleggir

Aðferð:

1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið vel

2. Setjið kjúklingaleggina í stóra skál og hellið marineringunni saman við og blandið vel saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og þetta fer næst inn í kæli í nokkrar klukkustundir.

3. Hitið ofninn í 180 gráður. Raðið kjúklingaleggjunum í eldfast mót og bakið þá í 45-50 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og hafa tekið á sig fallega gylltan lit. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing