Hráefni:
- 3-4 stórar bökunarkartöflur skornar í báta
- 4 msk ólívuolía
- 2 tsk salt
- 2 tsk hvítlauksduft
- 2 tsk ítalskt krydd
- 1 1/2 dl rifinn parmesan
- fersk söxuð steinselja
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 190 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Setjið kartöflubátana í stóra skál ásamt ólívuolíu. Takið litla skál og setjið í hana salt, hvítlauksduft og ítalskt krydd. Setjið parmesan ostinn saman við kartöflubátana og blandið vel saman. Næst fer kryddblandan saman við og þetta er allt hrist vel saman.
3. Hellið kartöfæubátunum á ofnplötuna og dreifið úr þeim. Bakið í 25-35 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar og fallega gylltar. Toppið með ferskri steinselju áður en þetta er borið fram.