Hráefni:
- 1 msk ólívuolía
- 800 gr kjúklingabitar (læri og leggir)
- 1 msk smjör
- 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1 laukur skorinn smátt
- 150 gr beikon skorið í bita
- 400 ml þurrt hvítvín
- 250 ml kjúklingasoð
- 2 tsk ferskt timjan
- 185 ml rjómi
- salt og pipar eftir smekk
- fersk söxuð steinselja
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 18ö gr.
2. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu (sem má fara inn í ofn). Steikið kjúklinginn á pönnunni þar til hann fer að gyllast, á báðum hliðum. Takið hann til hliðar og leggið á fata eða disk.
3. Bræðið smjör á pönnunni og steikið lauk og hvítlauk í um 3 mín. Bætið þá beikoninu á pönnuna og steikið þar til beikonið verður stökkt.
4. Hellið hvítvíninu á pönnuna og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í um 2 mín. Þá fer kjúklingasoðið saman við ásamt timjan. Færið kjúklinginn núna aftur á pönnuna og leggið lok eða álpappír yfir. Bakið þetta næst í ofninum í 60 mín. Takið þá lokið af og bakið áfram í um 15 mín.
5. Þegar pannan kemur úr ofninum er rjómanum hrært saman við og þetta kryddað til með salti og pipar. Toppið með ferski steinselju og berið fram með heimalagaðri kartöflustöppu.