Þessi ótrúlega holli og ferski laxaréttur er einn sá allra uppáhalds og ekki skemmir það fyrir hversu fljótlegur hann er í undirbúningi.
Hráefni:
1 laxaflak heilt eða skorið í bita
1 stórt þroskað avocado (eða 2 lítil)
1/2 rauðlaukur
1 ferskur rauður chilli
safi úr 1/2 lime
1 brokkolí höfuð
1 msk soyasósa
salt og pipar
chilliflögur
Aðferð:
1. Laxinn er kryddaður með salti, pipar og chilliflögum og fer síðan inní 180 gr heitann ofn í c.a. 20-25 mín eða þar til hann er eldaður í gegn.
2. Brokkolíið er skorið í bita og því er pakkað inní álpappír ásamt soyasósunni og þetta fer inn í ofninn með laxinum í 20-25 mín.
3. Við skerum avocadoið í litla bita ásamt smátt söxuðum rauðlauk, chilli og limesafa. Smökkum þetta síðan til með smá salti og pipar.
Þessu er svo öllu raðað fallega á disk og þá er ekkert eftir annað en að njóta!