Auglýsing

Ostakaka með kirsuberjasósu

Hráefni:

Botn:

  • 7 msk ósaltað smjör
  • 9 stk graham hafrakex (eða annað hafrakex) muldar vel niður
  • 3 msk sykur

Fylling:

  • 230 gr mjúkur rjómaostur
  • 2 dl flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 230 gr þeyttur rjómi
  • 1 ferna kirsberjasósa á toppinn

Aðferð:

Botn:

1.  Setjið smjörið í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sek, eða þar til það hefur bráðnað. Setjið mulda kexið saman við ásamt sykrinu og blandið vel saman. Þrýstið blöndunni vel niður í ferkantað mót (c.a 20 x 20 cm á stærð )

Fyllingin:

1. Setjið rjómaostinn í hrærivélarskál. Þeytið hann þar til hann verður silkimjúkur og laus við kekki. Bætið þá flórsykrinum saman við ásamt vanilludropunum og blandið vel saman. Síðast fer þeytti rjóminn saman við, gott er að gera það varlega með sleif.

3. Dreifið fyllingunni jafnt yfir botninn og dreifið kirsuberjasósunni á toppinn. Kælið í minnst 2 klst áður en kakan er borin fram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing