Auglýsing

Ostakaka með saltkaramellu-fyllingu

Karamellufylling:

  • Salt-karamellusósa, fæst tilbúin í matvöruverslunum
  • Botninn:
  • 5 dl Graham hafrakex
  • 2 msk sykur
  • 2 msk ljós púðursykur
  • 10 msk smjör
  • ¼ tsk sjávarsalt

Rjómaostafylllingin:

  • 2 1/2 dl kaldur rjómi
  • 700 gr rjómaostur
  • 1 dl sykur
  • 2 msk flórsykur
  • 1/2 dl sýrður rjómi við stofuhita
  • safinn af 1/2 sítrónu
  • 1 tsk vanilludropar

Á toppinn:

Tilbúin karamellusósa

Saxaðir súkkulaði eða karamellubitar til skrauts

Aðferð:

1. Myljið kex í skál ásamt sykri, púðursykri og salti og blandið öllu vel saman. Bræðið næst smjörið, hellið því saman við og blandið öllu vel saman. Þrýstið kexblöndunni í botninn á smelluformi og setjið formið í frysti í nokkrar mínútur.

2. Takið formið úr frystinum, hellið saltkaramellu yfir og dreifið vel úr sósunni. Setjið formið inn í kæli í 30 mín eða á meðan rjómaostafyllingin er útbúin.

3. Þeytið rjóma og setjið hann í skál og leggið til hliðar. Þeytið næst rjómaost, sykur og flórsykur á miðlungshraða í um 3 mín. Bætið þá sýrðum rjóma, sítrónusafa og vanilludropum saman við og hrærið þetta aftur í 2 mín. Stillið þá á lægstu stillingu, blandið þeytta rjómanum saman við og þeytið hann saman við í 10 sekúndur.

4. Hellið þessu næst í formið með kexbotninum. Leggið plastfilmu yfir og látið inn í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Þegar kakan er borin fram er hún tekin úr forminu og saltkaramellusósu „drisslað“ yfir hana ásamt söxuðu súkkulaði eða söxuðum karamellum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing