Auglýsing

Ótrúlega bragðgott salat með ristuðu blómkáli, avocado og hunangs-sinneps dressingu

Hráefni:

  • 1 stórt blómkálshöfuð skorið í bita
  • 1 dós kjúklingabaunir, vökvinn sigtaður frá
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 1-2 tsk chilli duft
  • 2 tsk reykt paprika
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1/2 tsk chilliflögur
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • 1 poki kál að eigin vali
  • 1 gúrka, skorinn í sneiðar
  • 1/2 dl ferskar kryddjurtir á borð við basiliku, dill eða steinselju, saxað smátt
  • 2 msk saxaður ferskur graslaukur
  • 1/2 kubbur af fetaosti, mulinn niður
  • 1-2 avocado, skorin í sneiðar

Hunangs-sinneps dressing:

  • 1/2 dl extra virgin ólívuolía
  • safinn af 1 sítrónu
  • 3 msk hunang
  • 2 msk dijon sinnep
  • 2 msk tahini
  • 2 msk eplaedik
  • sjávarsalt

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Dreifið úr blómkálinu og kjúklingabaununum á ofnplötuna og veltið upp úr ólívuolíu, chilli dufti, reyktri papriku, hvítlauk, chilliflögur, salti og pipar. Bakið þetta næst í ofninum í um 20 mín eða þar til þetta hefur tekið á sig fallega gylltan lit og blómkálið er mjúkt í gegn.

3. Útbúið dressinguna. Setjið öll hráefnin í krukku eða box með loki og hristið vel saman. Smakkið þetta til með salti og pipar.

4. Setjið kál, gúrku og kryddjurtir í stóra skál. Blandið blómkálinu og kjúklingabaununum saman við og toppið með fetaosti, avocado og dressingunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing