Auglýsing

Parmesan kjúklingur með ítölsku ívafi

Hráefni fyrir sósuna:

  • 1 dós tómatar maukaðir
  • 1 1/4 tsk basilika
  • 1 1/4 tsk oreganó
  • 1 tsk rifinn hvítlaukur
  • sjávarsalt
  • svartur pipar
  • 1 tsk sykur
  • Kjúklingurinn:
  • 1 dl brauðrasp
  • 1 1/2 tsk oreganó
  • 1 1/2 msk extra virgin ólívuolía
  • sjávarsalt og pipar
  • 1 stórt egg
  • 2 kjúklingabringur, lamdar til með kjöthamri svo þær verði þunnar
  • 120 gr mozzarellaostur, skorinn í sneiðar
  • nokkrar msk rifinn parmesan ostur
  • fersk basilika til skrauts (má sleppa)

Aðferð:

1. Byrjið á að útbúa sósuna. Setjið öll hráefni fyrir sósuna í pott á miðlungshita, kryddið til eftir smekk. Setjið lok á pottinn og leyfið þessu að malla og hrærið reglulega í.

2. Hitið ofninn í 200 gráður. Takið til eldfast mót eða form.

3. Blandið vel saman í skál, brauðrasp, oreganó, ólívuolíu, salti og pipar. Hellið blöndunni á stóran disk. Hrærið egg í aðra skál. Takið kjúklingabringu og dýfið henni í eggið áður en hún fer í brauðmylsnu-blöndun. Þrýstið henni vel í blönduna á báðum hliðum. Færið hana yfir á disk og gerið það sama við hina bringuna.

4. Smyrjið eldfasta formið með smjöri eða ólívuolíu. Færið kjúklinginn yfir í formið og setjið inn í ofn í 15 mín. Takið úr ofninum, penslið með ólívuolíu og snúið kjúklingnum við og bakið í aðrar 15 mín. Þegar kjúklingurinn er klár setjum við sósuna yfir og meðfram kjúklingnum í formið og leggjum mozzarellasneiðar yfir kjúklinginn. Bakið í aðrar 5-10 mín eða þar til osturinn er vel bráðinn, gott er að stilla ofninn á grill síðustu 1-2 mín. Berið fram með vel af parmesan og ferskri basiliku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing