Auglýsing

Pekanhnetu ostakökubitar

Hráefni:

Botninn:

  • 12 hafrakex
  • 1/2 dl pekanhnetur
  • 3 msk ljós púðursykur
  • 1 dl bráðið smjör

Fyllingin:

  • 600 gr mjúkur rjómaostur
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2 dl sykur
  • 4 stór egg
  • 1 msk hveiti
  • 2 tsk vanilludropar
  • ½ tsk salt

Á toppinn:

  • 3 dl pekanhnetur saxaðar niður
  • 1 1/2 dl ljós púðursykur
  • 2 dl rjómi
  • 1 dl smjör
  • 1 tsk kanill
  • ½ tsk salt

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið c.a. 20×30 cm form að innan með smjöri.

2. Botninn: Setjið kex, pekanhnetur og púðursykur í matvinnsluvél. Þegar þetta er orðið að fínni mylsnu þá er bráðna smjörinu hellt saman við og þessu er blandað vel saman. Hellið þessu næst í formið og þrýstið vel niður í botninn. Bakið í 10 mín.

3. Fyllingin: Setjið rjómaost, sýrðan rjóma, sykur, egg, hveiti, vanillu og salt í matvinnsluvélina. Setjið hana af stað í um 1 mín eða þar til þetta er orðið að silkimjúkri blöndu. Hellið þessu yfir botninn og jafnið vel úr þessu. Bakið þetta í um 30-40 mín.

4. Á toppinn:  Setjið saxaðar pekanhnetur, púðursykur, rjóma, smjör, kanil og salt í pott. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla rólega í 2-3 mín. Takið þetta af hitanum og kælið örlítið.

5. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað vel niður er pekanhnetublöndunni hellt jafnt yfir. Kælið kökuna í ísskáp í 2 klst áður en hún er borin fram. Skerið hana í bita áður hún er borin fram. kak

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing