Hráefni:
- 2 naan brauð
- 2 msk ólívuolía
- 1/2 meðalstór laukur saxaður niður
- 6 sveppir skornir í sneiðar
- 3-4 hvítlauksgeirar rifnir niður
- ítalskt krydd
- Salt & pipar eftir smekk
- 3-4 dl rifinn mozzarellaostur
- Truffluolía eftir smekk
- söxuð steinselja
- Aðferð:
1. Hitið 1 msk af ólívuolíu á pönnu á miðlungshita. Bætið lauknum á pönnuna og steikið í um 5 mín. Setjið þá sneiddu sveppina, hvítlauk, ítalskt krydd ásamt salti og pipar á pönnuna og steikið áfram í 5 mín. Hrærið reglulega í.
2. Setjið ofninn á 200 gráðu grill-stillingu.
3. Takið ofnplötu og leggið bökunarpappír á hana. Leggið naan brauðin á ofnplötuna og penslið þau létt með ólívuolíu. Setjið næst sveppa/lauk blönduna jafnt á brauðin og dreifið úr. Dreifið ostinum þar næst yfir.
4. Setjið inn í ofninn í 5-6 mín, þar til osturinn er bráðnaður og farinn að taka á sig fallega gylltan lit. „drisslið“ örlítið af trufflu olíu yfir brauðin þegar þau koma úr ofninum ásamt ferskri steinselju. Berið fram strax.