Auglýsing

Pönnusteiktir þorskhnakkar í sítrus-basilsósu

Hráefni:

  • 500-700 gr þorskhnakkar
  • 2 appelsínur
  • 1 sítróna
  • 1 dl ólívuolía
  • Fersk basilika
  • 2 msk smjör
  • 1 tsk hrásykur eða ljós púðursykur
  • Salt og pipar

Aðferð:

1. Raðið þorskhnökkunum í eldfast mót.

2. Rífið börkinn af 1 appelsínu og 1 sítrónu yfir fiskinn. Kreistið næst safann úr appelsínunni og sítrónunni í skál og bætið 1/2 dl ólívuolíu saman við og hrærið vel saman. Hellið þessu næst yfir fiskinn og leyfið honum að marinerast í 30 mín.

3. Hitið ofninn í 120 gráður.

4. Hitið 1/2 dl ólívuolíu á pönnu. Hellið safanum af fisknum í skál og geymið. Steikið fiskinn á pönnunni í c.a. 4 mín á hvorri hlið. Kryddið fiskinn með salti og pipar. Setjið fiskinn aftur í eldfasta mótið og inn í volgan ofninn á meðan sósan er útbúin.

5. Bræðið smjör á pönnunni ásamt sykrinum og restinni af marineringunni. Bætið við safa úr 1 appelsínu. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla þar til sósan fer að þykkna. Bætið þá 1/2 dl af fínsaxaðri basiliku saman við sósuna.

6. Takið fiskinn úr ofninum og hellið sósunni yfir hann. Toppið með ferskri basiliku og berið fram strax með hrísgrjónum eða kínóa.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing