Auglýsing

Publichouse

SKE kíkti á Public House – gastropub í vikunni sem opnaði fyrr í þessum mánuði á Laugarvegi 24 (þar sem Lemon var áður til húsa).Matseðillinn er forvitnilegt samsafn af smáréttum með japönsku tvisti sem henta vel með drykkjum en boðið er upp á tíu bjóra á krana og sake-bragðbætta kokteila. Fulltrúar SKE smökkuðu þónokkra smárétti og voru þeir allir bæði bragðgóðir og frumlegir. Sem dæmi má nefna skondinn rétt sem heitir „I’m trapped“: Hægeldaður lambaskanki inni í ástarpungi. Sá reyndist afar bragðgóður. Þá var einnig bragðað á steiktum kjúkling að japanskri vísu, marenaður í jógúrti og djúpsteiktur og borinn fram með gráðostasósu. Þá reyndist japanska pizzan með geitaosti, rauðbeðum, fíkjusultu, trufflu ponzu og chilli ekki síðri réttur. Síðast en ekki síst pöntuðu fulltrúar SKE sér „Black Slider“ – nauta hamborgara í svörtu brauði – sem stóð upp úr. Heildarupplifunin var virkilega góð, töff stemming og maturinn og þjónustan til fyrirmyndar.

https://www.publichouse.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing