Auglýsing

Pylsuréttur í brauði

Hráefni:

Hvítlaukssmjör:

  • 1 dl smjör við stofuhita
  • 1/2 dl söxuð basilika
  • 1/2 dl söxuð steinselja(má sleppa)
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 tsk sæta (sykur,hunang eða sýróp)

Pylsuréttur:

  • 1 dós af tómötum í dós
  • 1/2 dl rauðvín
  • salt eftir smekk
  • 1 msk söxuð basilika
  • 300 grömm pylsur skornar niður(hvaða pylsur sem er, t.d. beikonpylsur)
  • Samlokur:
  • 4 pylsubrauð
  • 4 sneiðar mozzarella ostur
  • 8 sneiðar góður bragðmikill ostur
  • saxaður rauðlaukur

Aðferð:

1. Blandið hráefninu í hvítlaukssmjörið vel saman í skál. Brúnið pylsubitana á pönnu og bætið þá tómötunum, rauðvíni og sætu saman við. Leyfið þessu að malla í 15 mín á meðalhita. Færið af hitanum og hrærið saxaðri basiliku og smá salti saman við.

2. Smyrjið pylsubrauðin að innan sem utan með hvítlaukssmjörinu. Raðið þeim á ofnplötu, opnu hliðina upp, og bakið þar til þau brúnast örlítið og smjörið er alveg bráðnað. Færið þau úr ofninum og raðið einni sneið af mozzarella á hvert og eitt ásamt pylsuréttinum. Toppið svo hvert brauð með 2 sneiðum af bragðmiklum osti og setjið aftur inn í ofninn. Gott er að stilla ofninn á grill.

3 .Þegar osturinn er farinn að gyllast er þetta klárt. Takið úr ofninum og toppið með söxuðum lauk og ferskri basiliku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing