Hráefni:
- 500 gr risarækjur
- 4 msk ólívuolía
- 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1/4 tsk salt
- 1/4 tsk chilliflögur
- 1/2 laukur skorinn í sneiðar
- 1/2 rauð paprika skorin í strimla
- 1/2 gul paprika skorin í sneiðar
- 2 1/2 dl kókosmjólk
- 4-6 msk fiskisósa
- 2 msk hnetusmjör
- 2 msk lime safi
- 1 msk púðursykur
- 2 tsk engifer rifinn niður
- 2 msk ferskt kóríander saxað niður
- 1 vorlaukur skorinn fínt niður
- ferskur rauður chilli skorinn í þunnar sneiðar
Aðferð:
1. Setjið rækjurnar í skál ásamt 1 msk ólívuolíu, hvítlauk, sjávarsalt og chilliflögum og blandið vel saman. Leyfið þessu að marinerast í 10 mín.
2. Hitið 1 msk ólívuolíu á stórri pönnu. Steikið lauk og papriku í um 5 mín eða þar til þetta fer að mýkjast. Færið þetta yfir í skál og leggið til hliðar.
3. Bætið 1 msk af olíu á pönnuna og steikið helminginn af rækjunum í um 2 mín á hvorri hlið. Færið rækjurnar yfir á disk og steikið hinn helminginn af rækjunum og leggið til hliðar.
4. Blandið kókosmjólk, fiskisósu, hnetusmjöri, lime safa, púðursykri og engifer saman í skál og hrærið vel. Setjið laukinn og paprikuna aftur á pönnuna ásamt sósunni. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í um 5 mín.
5. Setjið rækjurnar saman við ásamt kóríander og blandið öllu vel saman. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum. Toppið með kóríander, söxuðum vorlauk og ferskum chilli.