Hráefni:
- 600 gr kjúklingur skorinn í litla bita
- 2 msk ólívuolía
- 1 laukur skorinn smátt
- 1 pakkning pasta að eigin vali
- 6-7 dl kjúklingasoð
- 1 msk hvítlaukur rifinn niður
- 1 msk ítalskt krydd
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1 tsk salt
- 1 tsk paprika
- 1/4 svartur pipar
- 30 gr smjör
- 1 tsk oreganó
- 2 1/2 rjómi
- 140 gr rifinn parmesan
- 110 gr rjómaostur
- fersk basilka söxuð niður
Aðferð:
1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
2. Steikið kjúklinginn upp úr ólívuolíu á heitri pönnu í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Takið hann af pönnunni og leggið til hliðar.
3. Steikið lauk upp úr smjöri þar til hann fer að mýkjast. Bætið þá hvítlauknum saman við og steikið áfram í um 1 mín. Hellið þá kjúklingasoði og rjóma á pönnuna og hitið að suðu. Bætið kryddunum saman við og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur. Bætið þá rjómaostinum og parmesan ostinum í sósuna og hrærið vel í þar til osturinn hefur bráðnað alveg.
4. Setjið kjúklinginn og pastað saman við sósuna og blandið vel. Berið fram með rifnum parmesan.