Auglýsing

Rjómalagað kjúklingapasta með pestó og parmesan

Hráefni:

  • 1 pakki penne pasta
  • 1 msk ólívuolía
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 tsk ítalskt krydd
  • 500 grömm kjúklingarbringur skornar í bita
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2 msk smjör
  • 3 msk hveiti
  • 5 dl kjúklingasoð
  • 4-5 dl rjómi
  • 2 dl rifinn parmesan
  • 4 dl rifinn mozzarella
  • 1 dl basil pestó

Aðferð:

1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn ásamt kjúklingnum og ítölsku kryddi. Kryddið til með salti og pipar og steikið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Færið kjúklinginn af pönnunni yfir á disk eða fat.

3. Bræðið smjör á pönnunni og hrærið næst hveitið saman við. Setjið næst kjúklingasoðið saman við, í skömmtum og hrærið stanslaust í þessu á meðan. Hellið næst rjómanum saman við. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla rólega í 5 mín.

4. Takið pönnuna af hitanum og hrærið ostana og pestóið saman við. Næst fer pastað útí ásamt kjúklingum. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing