Auglýsing

Rjómalagað pasta með kjúklingi og sveppum

Hráefni:

  • 400-500 gr kjúklingabringur
  • 2 msk ólívuolía
  • 300 gr sveppir
  • 1 skallotlaukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 60 gr parmesan ostur plús extra til að toppa með í lokin
  • 1 pakki af uppáhalds pastanu þínu
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1/4 tsk pipar
  • 1 dl hvítvín þurrt
  • 2 dl kjúklingaoð
  • 2 dl rjómi

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200 gráður. Nuddið ólívuolíu á kjúklingabringurnar og kryddið þær vel með salti og pipar, á báðum hliðum. Setjið þær í eldfast form og inn í ofninn í um 30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og orðinn fallega gylltur.

2. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum þá fer vatn í pott ásamt smá salti. Pastað er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum. Þegar pasta er tilbúið þá er um 1/2 dl af pastavatninu tekið til hliðar og geymt fyrir sósuna. Skerið sveppina í stóra bita og skerið skallotlaukinn mjög fínt niður ásamt hvítlauknum. Rífið parmesan ostinn gróflega niður. Leggið þetta allt til hliðar.

3. Steikið sveppina upp úr ólívuolíu á pönnu í um 8 mínútur, bætið þá skallotlauknum á pönnuna ásamt salti og pipar og hrærið reglulega í þar til laukurinn fer að mýkjast. Bætið hvítlauknum saman við í lokin, og steikið áfram í um 30 sek. Bætið þá hvítvíni út í og látið malla þar til hvítvínið er nánast gufað upp, eða í um 2-3 mínútur. Þá fer kjúklingasoð, rjómi og pastavatn saman við sveppablönduna, hrært vel saman og náð upp suðu. Leyfið þessu að malla í um 6 mín.

4. Skerið næst kjúklingabringurnar í hæfilega munnbita og setjið út á pönnuna ásamt pasta og rifnum parmesan. Þessu er blandað vel saman og hrært reglulega í þar til osturinn hefur bráðnað og sósan þykknað. Smakkið til með salti og pipar.

Borið fram með rifnum parmesan og svörtum pipar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing