Hráefni:
- 1 pakki tagliatelle eða linguine pasta
- ½ laukur, saxaður smátt
- 1 box sveppir, skornir í sneiðar
- 1 msk ólívuolía
- 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1 dl hvítvín
- 4 dl rjómi
- 120 gr rjómaostur
- 1 1/2 dl rifinn parmesan
- salt og pipar eftir smekk
- fersk steinselja til skrauts
Aðferð:
1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu. Sigtið vatnið frá en haldið eftir 2 dl af pasta vatninu og leggið til hliðar.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn og sveppina í um 5 mín. Bætið þá hvítlauknum saman við og steikið áfram í um 1 mín. Hellið þá hvítvíninu á pönnuna og leyfið því að malla þar til það hefur gufað að mestu upp eða í 3-4 mín.
3. Næst fer rjómi og rjómaostur saman við. Látið þetta malla í aðrar 5 mín eða þar til osturinn er vel bráðnaður og sósan farin að þykkna. Hrærið þá pastanu saman við ásamt helmingnum af parmesanostinum. Setjið 1/2 dl af pastavatninu saman við ( meira ef þarf) og blandið öllu vel saman. Kryddið til með salti og pipar og toppið með restinni af parmesanostinum.