12Hráefni:
500 gr penne pasta
2 msk ólívuolía
1 laukur, saxaður smátt
2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
Rauðar chilliflögur
1/2 tsk sjávarsalt, eða meira eftir þörfum
1/4 tsk svartur pipar
1 dós niðursoðnir tómatar
1 1/2 dl rjómi
1 dl fersk basilika, sökuð niður
rifinn parmesan eftir smekk
Aðferð:
1. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk í 3-4 mín. Bætið þá hvítlauk og chilliflögum á pönnuna og steikið áfram í 1 mín. Hellið þá tómötunum saman við og kryddið til með salti og pipar. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í 10 mín. Lækkið þá hitann og hrærið rjómanum samanvið.
2. Á meðan sósan mallar er pastað soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu.
3. Þegar pastað er klárt er vatnið sigtað frá og pastanu hellt saman við sósuna. Bætið basiliku saman við í lokin og blandið vel. Kryddið til með salti og pipar áður en pastað er borið fram með ferskum rifnum parmesan..