Hráefni:
- 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
- 1 tsk salt
- 1 tsk pipar
- 150 g beikon skorið í litla bita
- 2 msk smjör
- 1 laukur skorinn í bita
- 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1 msk fersk steinselja
- 1 tsk þurrkað timjan og 1 tsk þurrkað rósmarín
- 1 dl hvítvín (má sleppa og setja kjúklingasoð í staðinn)
- 3 dl rjómi
- 2 msk dijon sinnep
- 1/2 tsk kjúklingakraftur
- 1 dl parmesan ostur
- 5 dl spínat
Aðferð:
1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Hitið 1 msk af olíu á góðri pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er stökkur að utan og eldaður í gegn eða í um 8 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Færið yfir á fat og leggið til hliðar.
2. Steikið beikon þar til það er vel stökkt. Færið til hliðar á disk eða fat.
3. Takið mestu beikonfituna af pönnunni, skiljið eftir um 2 msk, og steikið laukinn í fitunni þar til hann fer að mýkjast. Bætið hvítlauk, steinselju, timjan og rósmarín á pönnunna og steikið í um 1 mínútu í viðbót.
4. Bætið hvítvíninu á pönnuna og látið malla í um 3-4 mínútur. Næst fer rjómi og dijon sinnep saman við og hrært vel saman. Látið malla í stutta stund eða þar til sósan fer að þykkna. Bætið parmesan ostinum saman við og leyfið honum að bráðna saman við sósuna. Kryddið með kjúklingakrafti, salti og pipar eftir smekk.
5. Spínatið fer næst á pönnuna ásamt steikta kjúklingnum. Toppið með stökka beikoninu.