Hráefni:
- 4 msk smjör
- 1 matskeið olía
- 2 laukar skornir smátt
- 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 500 gr sveppir skornir í sneiðar
- 4 tsk timjan
- 1/2 bolli rauðvín (má sleppa)
- 6 msk hveiti
- 1 líter kjúklingasoð + 1 teningur nautakraftur
- salt og pipar eftir smekk
- 2 1/2 dl rjómu
- Söxuð steinselja til skrauts
Aðferð:
1. Steikið laukinn upp úr olíu í góðum potti þar til hann mýkist. Bætið hvítlauknum saman við síðustu 1 mínútuna.
2. Setjið núna sveppina saman við ásamt 2 tsk af timjan og eldið í 5 mínútur. Bætið rauðvíninu saman við og eldið áfram í um 3 mínútur.
3. Bætið hveitinu saman við og hrærið vel. Setjið síðan soðið saman við og náið upp suðu. Hrærið vel. Lækkið hitann og bætið smá salti saman við ásamt nautakraftinum. Setjið lok á pottinn og leyfið þessu að malla í 10-15 mín en hrærið reglulega í . Þetta á að þykkna vel upp.
4. Nú má lækka hitann ennþá meira og bæta rjómanum saman við. Þegar það er búið má smakka þetta til með salti og pipar. Bætið steinselju saman við ásamt restinni af timjan. Berið síðan fram með góðu brauði.