Auglýsing

Rósmarín freyðivíns-kokteill

Hráefni:

1-2 msk rósmarín sýróp

2 msk blóðappelsínusafi

Freyðivín (eða sódavatn fyrir óáfengan)

rósmarín stilkar og blóðappelsínu sneiðar til skrauts

Rósmarín sýróp:

  • 3 – 4 stilkar rósmarín
  • 4 dl vatn
  • 2 dl hunang

Setjið vatn og rósmarín stilkana í pott og náið upp suðu. Lækkið þá hitann og leyfið þessu að malla í 15-20 mín. Takið þetta af hitanum og leyfið þessu að kólna við stofuhita. Veiðið rósmarín stilkana uppúr og hrærið hunangið saman við. Hellið þessu í krukku og látið standa í ísskáp fram að notkun.

Kokteillinn:

1. Setjið 1-2 msk af rósmarín sýrópi í hvert glas. Hellið blóðappelsínusafa í glasið til hálfs og hrærið.

2. Fyllið glasið upp með freyðivíni og skreytið með rósmarín stilkum og blóðappelsínusneið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing