Auglýsing

Sætkartöflusalat með rauðlauk og fetaosti

Hráefni:

  • 1 sæt kartafla, skorin í teninga
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 msk ólívuolía
  • 5 handfylli spínat
  • 1/2 avocado
  • 25 gr fetaostur, mulinn niður
  • handfylli saxaðar möndlur eða hnetur

Hunangs-sítrónu dressing:

  • 2 msk ólívuolía
  • safinn úr hálfri sítrónu
  • 1 tsk hunang
  • Salt + Pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Dreifið úr sætkartöflu-bitunum og rauðlauknum á ofnplötunni. Hellið ólívuoliu yfir. Bakið í um 20-30 mín eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn.

2. Blandið saman hráefnunum í dressinguna og hrærið vel.

3. Setjið kartöflurnar, rauðlaukinn, avocado, spínat og hnetur í skál. Myljið fetaost yfir og toppið með dressingunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing